Flögurnar 5.4 Stardalur (B-7)

Rating: 3 out of 5.

Líklega auðveldasta leiðin í Miðvesturhamri. Augljósu sprungukerfi fylgt með sillum inn á milli, snúnasti og brattasti kaflinn er líklega efsti hlutinn en þó ekki nema í mesta lagi 5.5 klifur. Nær endalaust af góðum stöðum í boði til að koma inn tryggingum. Hentar ágætlega þeim sem ætla að klífa sína fyrstu dótaklifursleið.

Erla að leggja af stað upp Flögurnar

Lucifer 5.8 Stardalur (B-11)

Rating: 4.5 out of 5.

Klassísk hágæða leið sem bíður uppá skemmtilegt klifur frá upphafi til enda. Byrjar á krefjandi sprung þaðan er nokkuð vandræðanleg hreyfing upp í grófina þar sem krúxið tekur við, sem er að komast upp fyrir þakið. Eftir það verður leiðinn nokkuð auðveldari. Góðar tryggingar eru í leiðinni, en gott er að vera með tvo litla gráa vini, einni í byrjunarsprunguna og annann í krúxið, hægt er að tryggja á mjög marga vegu en þó getur líka verið gott að vera með tvo gula vini. Óhætt að mæla með þessari leið, sem er ólíkt svo mörgum leiðum í dalnum ekki með stífa gráðu en þó getur tekið smá tíma að finna út úr því hvernig á að klifra krúxið. Ein besta leiðin í dalnum!

Kate
að vinna í krúxinu

Drjúgur dráttur 5.6 Stardalur (A-10)

Rating: 3 out of 5.
Farið beint upp sprunguna fyrir miðju, uppá stall og þaðan áfram sprunguna til hægri.

Flottar og fjölbreyttar sprunguhreyfingar. Fyrstu sprungunni er fylgt upp á stall en þar fyrir ofan heldur klifrið áfram eftir augljósri sprungu. Ofalega í leiðinni er mjög stór flaga sem dúar ef tekið er í hana og er öruggara að forðast að koma við hana. Eftir sprunguna verður óljóst hvert skal halda en best er að halda beint áfram auðveldustu og augljósustu leið. Eitthvað er um lausa steina efst og er vissara að passa hvað gripið er í. Leiðin bíður uppá góðar tryggingar en er nokkuð lengri en er gefið upp í leiðarvísinum (35m?).

Dótið sem notað var í leiðinni, reyndar ekki í réttri röð. Ágætt hefði verið að vera með auka gulann og bláan vin, jafnvel stórann gráann.

Þrjátíudalastapi 5.5 Norðurfjörður

Rating: 3 out of 5.

Ævintýranlegt klifur á flottum stað. Stapinn er úr öðru bergi en aðal klifursvæðið á Norðurfirði, allt mun lausara og vissara að sá sem tryggir sé ekki beint undir þeim sem klifrar. Byrjar á mjög auðveldu klifri með juggurum og góðum fótum. Samt gott að setja nokkrar tryggingar í fyrstu sprunguna þar sem það verður aðeins snúnara að tryggja eftir hana, þar til að maður nálgast toppinn þar er stór sprunga sem auðvelt er að koma fyrir góðum gulum eða bláum vin. Hægt er að síga niður með því að setja línuna utan um allann stapann og síga á tvöfaldri línu. Það getur veið nokkuð snúið að ná línunni af en það ætti að hafast með því að labba í kringum stapann og flikka línunni smá saman af.

Þetta dót var notað en ég mæli með því að setja inn aðeins fleiri tryggingar.

Klifrið sjálft er ekkert sérstakt en hinsvegar er mjög gaman að standa á toppnum á þessum flotta stapa sem hreinlega kallar á að vera klifraður. Klifrið sjálft er auðvelt og ekki hægt að segja að þetta sé stíf 5.5 .

Stikan 5.5 Stardalur (B-5)

Rating: 4 out of 5.

Leið sem bíður uppá skemmtilegt klifur sem jafnframt er nokkuð þægilegt að tryggja. Það eru nokkrar flögur og steinar í leiðinni sem maður gæti ýmindað sér að sé laust en líklega er óhætt að treysta stærri flögunum. Nokkuð jafnt klifur alla leiðina upp en kannski ögn stífara eftir stóru flöguna.

Notaði þetta til að tryggja leiðina en sprungurnar í leiðinni taka við ýmsu dóti.

Óhætt að mæla með leiðinni en gráðan er stíf eins og svo oft í Stardal.

Scotts leið 5.6 Stardalur (A-19)

Rating: 4 out of 5.

Mjög skemmtileg en stíf leið. Pínu vandræðalegt fyrir þann sem er að tryggna, hægt að byrja úr gilinu fyrir neðan eða tryggja af slabbstallinum fyrir ofan en þá er sniðug að búa til akkeri fyrir tryggjarann. Búlderprobbi í byrjun, 5.8+ hreyfing en mjög auðvelt að tryggja hana með hnetu og eða litlum vin. Svo taka við skemmtilegar hreyfingar við vel tryggjanlega sprungu. Til hægri er þvesprunga þar sem hægt er að koma fyrir góðum vin en eftir það smá runout á mjög góðum gripum. Að lokum tekur við önnur sprunga og annað krúx, allt auðtryggjanlegt.

Dótið sem notað var í Scotts leið. Gráa hnetan og vinurinn notuð til að tryggja fyrsta krúxið. Eflaust líka hægt að tryggja leiðina með allt öðru dóti.
Frábært klifur 🙂

Frábær leið með góðum tryggingum. Mjög stíf 5.6 en óhætt að mæla með henni fyrir þá sem klifra 5.8/5.9 eða meira.

Skrekkur Björns 5.6 Stardalur (A-16)

Rating: 2 out of 5.

Frekar glötuð leið sem byrjar á klöngri að sæmilegr sprungu sem þó er ekkert allt of auðvelt að tryggja í. Farið upp á stórann stall áður en komið er að sprungu sem liggur nokkuð til hægri við þá fyrstu, ekki auðvelt að tryggja fyrir fyrstu hreyfinguna en hægt er að klippa í gamlann riðgaðann fleyg og vona að hann komi í veg fyrir að maður hrynji niður af stallinum. Nokkuð greinileg sprunga eftir það en oft mjög vandræðalegt að reyna að koma fyrir tryggingum. Vegna þess hve langt er á milli sprungnanna myndast slatta viðnám og væri betra að vera með halfrope. Í efri hlutanum er töluvert af steinum og sprungum sem líta út fyrir að geta hrunið.

Búnaður sem var notaður í leiðinni. Hneturnar oft óþægilega tæpar en guli vinurinn er góður fyrir sálartetrið í efri sprungunni.
Rob á leið upp seinni hlutann á Skrekk Björns, fyrri hlutann má sjá þar sem línan er.

Myndi ekki mæla með þessari leið, sérstaklega ekki fyrir þá sem eru byrjendur í dótaklifri, þar sem snúið er að koma fyrir tryggingum. Fannst leiðin frekar vera 5.7 en 5.6 en kannski er það vegna þess að ég treysti tryggingunum illa. Skil ekki afhverju hún fær stjörnu í leiðarvísinum þar sem tryggingarnar eru tæpar, bergið laust og klifrið ekkert spes.

Rennan 5.4 Stardalur (A-7)

Rating: 3 out of 5.

Leiðin byrjar á klöngri upp á stall og þaðan tekur rennan sjálf við upp að skorðusteininum. Við tryggðum einungis hægra megin í sprungunni en hugsanlega gæti verið sniðugt að setja stóran vin hægra megin, sérstaklega ef maður er með halfrope. Þegar komið er aðeins upp fyrir hálfa rennuna getur verið snúið að koma fyrir tryggingu en eftir það er hægt að koma fyrir rauðum vin áður en lagt er af stað í steininn. Eftir það verður leiðin léttari, ekki er augljóst hvar leiðin endar en þarna einhversstaðar fyrir ofan er fínn staður til að gera akkeri og labba niður.

Dótið sem notað var í leiðinni Byrjað á græna vininum og endað á þeim rauða. Við mælum ekki endilega með þessum skó í þessari leið. (Myndartaka: Bjarnheiður)
Að endingu fannst staður til að gera akkeri eftir um 30m af klifri. (Myndartaka: Bjarnheiður)

Skemmtileg leið en það hve erfiðlega gekk að tryggja á einum erfiðasta kaflanum dregur hana aðeins niður. Það er líka gaman að fara beint yfir steininn en þá verður leiðin erfiðari (5.7?). Nokkuð stíf 5.4 leið, gæti alveg verið 5.5 eða 5.6.

West-Side Story 5.6 Stardalur (A-1)

Leiðin byrjar á að koma sér upp á góða brún. Þaðan setti ég tvær hnetur í þversprungu (solid en litlar, þannig að ég setti tvær). Eflaust líka hægt að nota nokkuð lítinn vin ef fólk á svoleiðis. Til vinstri er sprunga sem tekur við stórum vin neðst en þrengist eftir því sem ofar dregur. Ögn ofar er lítil sprunga, ekki alveg jafn langt til vinstri, þar sem hægt er að koma fyrir góðum hnetum. Eftir að komið er á stallinn þar fyrir ofann verður klifrið léttara en þó skemmtilegt, meðal annars æðisleg sprunga fyrir hnefa.

Rating: 4 out of 5.
Dótið sem notað var í West-Side Story. Litla bláa hnetan átti að vera djók en var líklega solid.
Leiðin er að mestu klifin til hægri við stóru sprunguna en hún notuð til að koma fyrir öflugum tryggingum. (Myndartaka: Bjarnheiður)

Æðisleg leið sem er nokkuð auðtryggjanleg. Kannski ekki mjög stíf miðað við Stardal en ef til vill hægt að setja 5.7 á hana.